Suna

Ég vek hana. Hún heitir Suna, og ég átta mig á að ég hef bara vakið hana til hálfs. Hún segir mér frá Fatih, piltnum sem hún hafði ákallað, piltinum sem fór eitthvað til vestursins, Þýskalands, fara þeir ekki allir til Þýskalands. Litla Tyrklands. Stundum horfir hún á myndir af helförinni og veltir fyrir sér hvort tyrkir séu hinir nýju gyðingar, svo rifjar hún upp alla sína þýsku vini, róast. Fatih hefur það gott þarna, hún veit bara ekki hvort hann man sig enn. Hann man jú nafnið hennar, en man hann hana, líkamann hennar, orðin hennar, þetta dökka, brúna hár? Hún heldur áfram að hvísla, drafandi, og fljótlega veit ég ekki enn hvort orðin eiga við Fatih eða mig sjálfan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband