Tungumįlaskóli Žrįndheims

Žau sjį žaš ekki į henni. Hśn er bara gömul kona sem skilur ekki norsku og bjargar sér varla į ensku. Žau hafa heyrt um strķšiš en žau vita ekki aš hśn sį kattahrę į holóttum veginum ķ gęr og žakkaši fyrir aš žaš var ekki barn eins og ķ gęr. Žau vita ekki aš gęrdagurinn įtti eftir aš versna. Žau vita ekki aš bróšir hennar er ķ Svķžjóš og dóttir hennar ķ Bretlandi įn žess aš neinn viti af hverju. Hśn gengur aš sķma, hvaš kostar? Hvers virši eru žessir peningar hérna? Žetta hefur enginn śtskżrt ennžį, eina sem hśn veit er aš norska oršiš fyrir žakklęti er Takk. Žau keyra eftir endalausum götum og vegum sem eru allir hreinir. Takk. Hana langar aš segja žaš, hana langar en hśn getur žaš ekki. Ekki strax.

« Sķšasta fęrsla

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband