Er Tíbet í Chinatown?

Ljúffeng önd, made in Chinatown. Uppreisnargjarnir Tíbetbúar, barðir í
hakkabuff, næst á matseðlinum? Þetta var vissulega ósmekklegt, en samt,
hvað ætli öllum þessum evrópsku kínverjum þyki um tilburði landa sinna?
Og væri ósanngjarnt að spyrja? Já, í raun væri það ósanngjarnt - þetta
eru ekki þeirra glæpir en vitaskuld bærast með þeim flóknari
tilfinningar en hjá okkur sem sjáum bara ókunnugt fólk í öðrum löndum
berja hvort annað. En þótt það sé ósanngjarnt er það forvitnilegt. Mig
langar að vita meira, ef það þýðir að ég þurfi að vera ósanngjarn við
og við verður líklega bara að hafa það.


mbl.is Paulson hvetur til friðsamlegra lausna í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband