Ég finn hvergi Alfredo, besta kokkinn í Prag. Fyrir rúmum tuttugu árum hefði ég haft meiri áhyggjur, ég hefði hugsað um gúlagið, látið glepjast af paranoju þáverandi samtíma, sem hafði ekki alveg áttað sig á hversu langt perestrojkan var í raun kominn. Þannig að ég hef ekki áhyggjur, ég sakna hans bara. Ég sakna þess að spyrja spurningarinnar sem ég veit að hann mun aldrei svara, hvað seturðu eiginlega í sósuna Alfredo? En þegar ég spurði var hann vanur að gefa mér svar sem kom sósunni ekkert við en var ekki síður merkilegt. Hann sagði mér hvernig bjórinn varð til, hvað Kafka borðaði í kvöldmat á sunnudögum, hvað ég ætti að segja við tékknesku stelpurnar. En aldrei sagði hann mér hvað var í sósunni - og ég verð að viðurkenna að það er lygi að hitt hafi verið jafn merkilegt. Uppskriftin að sósunni hans Alfredo er lykillinn að sjálfri hamingjunni, lífsgátunni - en líklega vissi Alfredo að mig langaði að halda áfram að leita.
Bloggvinir
- annapala
- arnljotur
- atlifannar
- arnim
- beggipopp
- begga
- birgitta
- birtab
- lubbiklettaskald
- davidlogi
- dofri
- austurlandaegill
- eirikurbergmann
- kamilla
- fararstjorinn
- freinarsson
- lillo
- ulfarsson
- gilsneggerz
- flog
- vglilja
- hlynurh
- don
- hoskuldur
- jennzla
- kolbrunhlin
- hrafnaspark
- leikfelagidsynir
- mariakr
- omarragnarsson
- paul
- ransu
- salmann
- nimbus
- stefanbogi
- stebbifr
- manzana
- vefritid
- ver-mordingjar
- eggmann
- vilborgo
- steinibriem
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.