Gömul tækni

BankaDoddi„Af hverju er hundur að baða sig í sólinni fallegur en maður að taka út úr hraðbanka kjánalegur?"* Þessi spurning Ethan Hawke laust niður í hausinn á mér fyrir tilviljun þegar Doddi gerði sig líklegan til þess að taka pening fyrir lestarmiðanum út úr hraðbanka. Og ég tók mynd. Hún var óþarflega skyggð, ég hafði ekki nógan tíma og við vorum í dimmum undirgöngum - og ég trúi ekki á uppstilltar myndir. En hann var ekki jafn kjánalegur og ætla mætti - líklega voru hraðbankar kjánalegri fyrir fimmtán árum, þegar þeir voru enn nýir. Nútíminn er óttalega kjánalegur, sérstaklega nýjasta tækni, hún nær ekki nostalgíu hins gamla, sannleika nútímans né draumsýn vísindaskáldskaparins. Hún er einfaldlega hálf hallærisleg. En síðan verður hún hversdagsleg - á meðan enn önnur tækni verður nostalgíunni að bráð, Donkey Kong maður - nördar að berjast um heimsmetið - já, nú finnst okkur það fallegt.
En Doddi er að fara, heim. Maður er orðinn brynjaður en þetta var fjandi langt, þessi bælda tilfinning, söknuður, gerir jafnvel vart við sig - nú þurfum við Ásgeir að fara að finna annað og nýtt fólk til þess að við gerum ekki hvorn annan brjálaðan.

*eftir minni úr Before Sunrise, kannski var það ekki hundurinn sem var fallegur, en hraðbankar gerðu a.m.k. engum greiða ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband