Leifsstöð og skuldir

Leifsstöð er óþekkjanleg. Hitti Ásgeir og Dodda kunningja hans, þessar kunnuglegu Íslendindingatýpur sem dreifa sér á Næsta bar, Mokka og Ölstofuna en eiga þó hvergi almennilega heima nema á flakki. Kæruleysislegur jakki og ljósbrún taska fyrir skáldsögur, minnisbækur, fartölvur og annan óþarfa sem við getum ekki lifað án. Þeir bera sig mannalega en ég finn að fjárhagsáhyggjurnar eru ennþá í maganum á þeim, þessar áhyggjur sem eru í maganum á flestum Íslendingum sem eru ekki að vinna í einhverjum bankanum. Ég þarf að hjálpa þeim að gleyma þeim sem fyrst. Áður en ég fer sjálfur heim og borga skuldir, sá dagur kemur alltaf að lokum - og skuldirnar eru ekki alltaf í peningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband