Kókoshnetur

Kókoshneta er svört að utan en hvít að innan. Þannig þótti einhverjum tilvalið að nota orðið einnig yfir blökkumenn sem væru aðeins svartir á hörund ef hugsunarhátturinn væri hugsunarháttur hins hvíta. Og þótt það sé öðruvísi orðað velta nú margir fyrir sér þessari spurningu þegar horft er á fréttatíma: Er Barack Obama kókoshneta? Frank Rijkaard var kominn á táningsaldur þegar hann komst að því að hann væri svartur. Það er líklega jákvætt - fram að því hafði það einfaldlega ekki skipt máli. Hvernig ætli það sé að vera alltaf eitthvað allt annað en manni finnst maður vera? Vera eilíflega utangarðs? Eða öllu heldur; að komast inn fyrir garðhliðið en vera þá utangarðs hjá þínu fólki, utangarðs hjá utangarðsfólkinu. Þetta er eilífðarklípa hins undirokaða, ef hann nær að bæta stöðu sína, þýðir það að hann hafi sigrast á erfiðleikunum eða þýðir það að hann hafi svikið upprunann, gengið til liðs við hina?
Og að lokum; hvað þýðir það - hverjir eru þessar kókoshnetur? Tækifærissinnar eða einfaldlega þeir hæfustu? Hvar eru skilin, hverju þarf að fórna og hverju er réttlætanlegt að fórna? En slíkt er vitaskuld ekki aðeins spurning fyrir hina undirokuðu heldur fyrir okkur öll, bæði hvert við viljum komast og hvaða leið við veljum að fara þangað.
Og kókoshnetan á alveg að einhverju leyti við Íslendinga og Spánverja. Spánverja sem teljast ótvírætt til Vestur-Evrópu með blóm í haga, jafn stutt og það er í raun síðan ógnaröld fasistanna og Francos lauk. Íslands sem er flækt í leifar af sjálfsmynd fátækasta lands Evrópu og lands sem nú er eitt það ríkasta, hvað sem gengissveiflum líður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband