Án þín

Það er notalegt að labba um fallegan garð, og af slíku eiga Bretar nóg. Þó vantar oftast eitthvað. Til þess að njóta þessara garða almennilega þarf eitt af þessu; fallega stúlku til þess að halda í höndina á, helling af krökkum til þess að spila fótbolta með eða fjölskyldu eða vinahóp með körfu fulla af nesti og einhvern fórnfúsan einstakling sem býðst til þess að grilla. En stúlkan skiptir samt alltaf mestu máli, þarna sem og annars staðar. Kæra Annabella, hvar ertu núna og af hverju heldurðu ekki lengur í höndina á mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Telur þú ekki einhleypt fólk með sem einstaklinga sem geta notið lífsins?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Hannibal Garcia Lorca

Jú, blessaður vertu, enda krónískt einhleypur sjálfur og ekkert sérstaklega að leitast við að breyta því. Stundum verður maður bara svolítið blúsaður, það yrði sjálfsagt blús í hina áttina ef ég ætti konu, 3 börn og bílskúr ...

Hannibal Garcia Lorca, 15.4.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband