Skáldsetar Tékkíu

TG MasarykSvoboda. Ludvík Svoboda, forseti vorsins í Prag - og aldrei eru stúlkurnar fallegri en þegar vorar í Prag. Svoboda, frelsi, gamall hershöfðingi sem stóð undir þessu háfleyga eftirnafni þegar hann bjargaði sjálfum sér, Dubcek og öðrum forsprökkum vorsins eina frá Gúlaginu.
Þetta er fyrsta lexían þegar við Ásgeir fræðum Prag-græningjann Dodda um borgina. Við minnumst vitaskuld líka á Dubcek sjálfan en erum hrifnari af Svoboda, þótt hann hefði vissulega haft ýmislegt á samviskunni. Hrifnastir erum við þó af Masaryk, þessum bláfátæka sveitastrák úr Móravíu sem síðar varð heimspekiprófessor og lenti í útlegð í fyrri heimstyrjöldinni þar sem hann með þrotlausum viðtölum og bréfaskriftum við helstu ráðamenn bandamanna átti stærstan þátt í að gerbreyta landakorti Mið-Evrópu eftir stríð. Og hvernig sannfærði hann þessa ráðamenn - hvaða undirbúningur lá þar að baki?

Aðeins lífið - og skáldsögur. Ég hef nú lesið skáldsögur daglega í sjötíu ár ... Ég lifi í bókmenntum, ég gæti ekki verið án þeirra: þær innihalda svo mikla reynslu, þvílíka þekkingu á mannsandanum.


Masaryk lifði jafnt í heimi sagna og raunheimum - og sú reynsla gerði honum unnt að gjörbreyta þeim raunveruleika sem hann lifði í. Hann var skáld á forsetastól eins og Havel seinna, þótt hann hafi látið öðum eftir að skrifa. Og svo förum við að segja Dodda frá skáldunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband