Fimm hlutir sem ég ætla að gera það sem eftir er ævinnar
Vera heima og njóta þess. Ég held að heima sé Granada, án þess að ég sé viss.
Finna stúlku sem ég get verið hamingjusamur með.
Vera hamingjusamur aleinn.
Ala einhvern upp, kenna einhverjum eitthvað, þannig að það skipti raunverulegu máli. Ég er ekki búinn að gera upp við mig hvort ég ætti að eignast börn til þess að uppfylla þetta eða hugsanlega láta það bara duga að kenna annarra manna börnum.
Gera eitthvað nógu merkilegt til þess að vera minnst fyrir það. Þetta líf snýst alltaf á endanum um hvernig minnisvarða maður reysir sjálfum sér - og það er ekkert slæmt við það, svo lengi sem þetta eru vörður sem leiða aðra í rétta átt.
Kynnast öllu fólkinu sem ég tek sem á það til að taka sem sjálfsögðu - mömmu, systkinum mínum, sumum aldagömlum vinum - upp á nýtt. Spyrja þau spurninganna sem ég hef aldrei haft rænu á að spyrja þau.
(lífið er of langt fyrir bara fimm atriði)
5 hlutir sem ég sé eftir
Að hafa ekki spurt pabba minn allra þeirra spurninga sem ég vildi spyrja áður en hann dó. Og að hafa ekki fundist ég hafa gert nógu mikið til þess að gera hann stoltan af mér áður en hann fór.
Fernando, Fatima, Jack í London, Anna, Jose og Bill. Fyrirgefið mér, þið vitið líklega öll fyrir hvað.
Allt fólkið sem ég áttaði mig snemma á að væri frábærir karakterar - og hafði svo ekki fyrir því að kynnast almennilega. Það er staður í helvíti með öllum ímeilunum, símanúmerunum og heimilisföngunum sem maður hafði ekki rænu á að biðja um.
Að hafa hætt í fótbolta, það er eiginlega það eini draumurinn sem ég á sem er alveg örugglega of seint að láta rætast.
Að hafa ekki kjark, þegar allt kemur til alls, til þess að setja stóru eftirsjána hérna. Ég segi ykkur frá henni á endanum, en núna er ég ennþá of lítill í mér.
Fimm augnablik í lífinu
Þegar fyrsti kötturinn minn laumaði sér niður stigann í áttina til mín og ég áttaði mig á hvað mamma hafði gefið mér í afmælisgjöf.
Þegar ég stökk niður af brúnni í Mostar og græddi á því fimm sígarettur, símanúmer hjá króatískri stelpu og 278 dínara. Þá var stúlkan að vísu júgóslavnesk og brúin ekki sprengd upp enn.
Þegar ég var í rútu í Bombay og áttaði mig á því hvað það er brjálæðislega margt fólk í heiminum og fannst það skyndilega ofboðslega fallegt.
Þegar ég var fastur á flugvelli í 3000 kílómetra fjarlægð á meðan jarðarförin hans pabba var. Eftir að ég hafði setið andlitið í höndunum í hálftíma ákvað ég að hafa mína eigin athöfn. Ég keypti rauðvínsflösku, tvö plastglös og upptökutæki og sagði pabba allt sem hann þurfti að heyra.
Augnablikið sem er of dýrmætt fyrir internetið.
Það var fjandi hollt að gera þennan lista, sem varð upphaflega til á þessum kokteilbar í Prag, er ekki rétt að skora á lesendur að herma?
Vera heima og njóta þess. Ég held að heima sé Granada, án þess að ég sé viss.
Finna stúlku sem ég get verið hamingjusamur með.
Vera hamingjusamur aleinn.
Ala einhvern upp, kenna einhverjum eitthvað, þannig að það skipti raunverulegu máli. Ég er ekki búinn að gera upp við mig hvort ég ætti að eignast börn til þess að uppfylla þetta eða hugsanlega láta það bara duga að kenna annarra manna börnum.
Gera eitthvað nógu merkilegt til þess að vera minnst fyrir það. Þetta líf snýst alltaf á endanum um hvernig minnisvarða maður reysir sjálfum sér - og það er ekkert slæmt við það, svo lengi sem þetta eru vörður sem leiða aðra í rétta átt.
Kynnast öllu fólkinu sem ég tek sem á það til að taka sem sjálfsögðu - mömmu, systkinum mínum, sumum aldagömlum vinum - upp á nýtt. Spyrja þau spurninganna sem ég hef aldrei haft rænu á að spyrja þau.
(lífið er of langt fyrir bara fimm atriði)
5 hlutir sem ég sé eftir
Að hafa ekki spurt pabba minn allra þeirra spurninga sem ég vildi spyrja áður en hann dó. Og að hafa ekki fundist ég hafa gert nógu mikið til þess að gera hann stoltan af mér áður en hann fór.
Fernando, Fatima, Jack í London, Anna, Jose og Bill. Fyrirgefið mér, þið vitið líklega öll fyrir hvað.
Allt fólkið sem ég áttaði mig snemma á að væri frábærir karakterar - og hafði svo ekki fyrir því að kynnast almennilega. Það er staður í helvíti með öllum ímeilunum, símanúmerunum og heimilisföngunum sem maður hafði ekki rænu á að biðja um.
Að hafa hætt í fótbolta, það er eiginlega það eini draumurinn sem ég á sem er alveg örugglega of seint að láta rætast.
Að hafa ekki kjark, þegar allt kemur til alls, til þess að setja stóru eftirsjána hérna. Ég segi ykkur frá henni á endanum, en núna er ég ennþá of lítill í mér.
Fimm augnablik í lífinu
Þegar fyrsti kötturinn minn laumaði sér niður stigann í áttina til mín og ég áttaði mig á hvað mamma hafði gefið mér í afmælisgjöf.
Þegar ég stökk niður af brúnni í Mostar og græddi á því fimm sígarettur, símanúmer hjá króatískri stelpu og 278 dínara. Þá var stúlkan að vísu júgóslavnesk og brúin ekki sprengd upp enn.
Þegar ég var í rútu í Bombay og áttaði mig á því hvað það er brjálæðislega margt fólk í heiminum og fannst það skyndilega ofboðslega fallegt.
Þegar ég var fastur á flugvelli í 3000 kílómetra fjarlægð á meðan jarðarförin hans pabba var. Eftir að ég hafði setið andlitið í höndunum í hálftíma ákvað ég að hafa mína eigin athöfn. Ég keypti rauðvínsflösku, tvö plastglös og upptökutæki og sagði pabba allt sem hann þurfti að heyra.
Augnablikið sem er of dýrmætt fyrir internetið.
Það var fjandi hollt að gera þennan lista, sem varð upphaflega til á þessum kokteilbar í Prag, er ekki rétt að skora á lesendur að herma?
Flokkur: Ferðalög | 21.4.2008 | 23:44 (breytt kl. 23:45) | Facebook
Bloggvinir
- annapala
- arnljotur
- atlifannar
- arnim
- beggipopp
- begga
- birgitta
- birtab
- lubbiklettaskald
- davidlogi
- dofri
- austurlandaegill
- eirikurbergmann
- kamilla
- fararstjorinn
- freinarsson
- lillo
- ulfarsson
- gilsneggerz
- flog
- vglilja
- hlynurh
- don
- hoskuldur
- jennzla
- kolbrunhlin
- hrafnaspark
- leikfelagidsynir
- mariakr
- omarragnarsson
- paul
- ransu
- salmann
- nimbus
- stefanbogi
- stebbifr
- manzana
- vefritid
- ver-mordingjar
- eggmann
- vilborgo
- steinibriem
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.