Stúlknasveitin og hafið

„Fídel skiptir ekki máli, það er langt síðan hann hætti að skipta máli." Þær eru þrjár, kúbönsku systurnar sem sungu fyrir okkur á barnum í Prag og ég verð eftir um stund á meðan Ásgeir og Doddi fara á næsta bar. Þær segja mér að Castro sé grýla sem notuð sé fyrir vestrið, fyrir þau skipti hann, persónan, sáralitlu máli. Sumir kúbverjar halda vissulega að fall Castrós sé upphafið af endalokum kúbverska kommúnismans, þær telja þetta aðeins örlitla stefnubreytingu, ef það. En þær fóru ekki út af fátæktinni, ófrelsinu.
„Nei, við fórum út af ævintýrunum. Hemmingway var alltaf á Kúbu, hann lifði fyrir ævintýrin og við drukkum þau í okkur, pabbi geymdi Hemingway-safnið og Steinbeck-safnið niðrí kjallara - það var hans Ameríka." Steinbeck skrifaði um fátæktina, harkið, þeim fannst hans Ameríka vera þeirra Kúba - og langaði ekki að skrifa þær sögur upp á nýtt. „Þannig að við fórum út, við vildum finna okkar Kúbu." Og þær voru enn að leita, þessi Hemingwayska stúlknasveit sem var eins nálægt hafinu og hægt var að komast í þessu sjávarlausa landi í miðri Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband