Að ljúga í gegnum tennurnar

„Við bjuggum okkur til kerfi í skólanum. Í hvert skipti sem flokkshollur kennari kenndi okkur eða einhver flokksgæðingurinn bauð sjálfum sér í heimsókn til að messa yfir okkur þá rákum við tunguna út úr okkur til hálfs, þó þannig að hún varla sæist - og samsinntum öllu, kinkuðum kolli, sórum hollustu okkar. Tungan var okkar lygamerki, þessi tungubroddur sem þú sást aðeins ef þú fylgdist vel með. Við gerðum þetta líka ef við töldum þá vera að hlera, tungubroddurinn var leiðréttingin, við lugum með tununni en leiðréttum lygina og bjuggum til sannleika með tungubroddinum." Þannig segir Ondrej mér að þeir hafi uppgötvað kaldhæðnina, en ekki síður mátt orðanna, blæbrigði þeirra, hverfuleika og allar innbyggðu lygarnar. En sumir uppgötvuðu þetta aldrei, sumir sögðu það sem þeim fannst og aðrir fóru hægt og rólega að meina það sem þeir sögðu. Hann var aldrei alveg viss um hvor hópurinn hefði verið ógæfusamari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband