Ferðalög | 26.6.2008 | 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spánn gæti komist í úrslitaleik EM á eftir, ef þeir setja bara Cesc í byrjunarliðið. Í tilefni þess er ástæða til þess að byrja að blogga aftur, við erum að koma til Mostar ...
Ferðalög | 26.6.2008 | 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalög | 12.5.2008 | 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá var hún líka ung og falleg. Við dönsuðum við Wham! plötuna sem ég gaf henni, kæruleysislegt hvísl í Sarajevo-vetrinum árið 1984. En nú var hvíslið þrungið merkingu, George Michael hvíslar um ungfrú Sarajevo og aldrei var sumarið svo fagurt. En nú er hún gömul og titillinn annarar. Hún eltist á örskotsstund, þetta var umsátur um hjarta hennar og hún eltist um þrjátíu ár á einu ári, til þess eins að vernda hjartað fyrir óvinahermönnum. Sjálfur tilheyrði ég herdeild diktafóna og ljósmyndara, undan þeim hörfa allir á endanum.
Ferðalög | 12.5.2008 | 14:21 (breytt kl. 14:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ahoj Rodjo!" sagði Miladin þegar hann þekkti ferðafélaga minn aftur, þeir höfðu hist í sömu borg mörgum árum fyrr. Miladin rekur í fornbókabúð í Ljubljana, hálf-serbneskur og hálf-múslímskur bosníubúi sem fannst Sarajevo ekki vera nógu mikil Sarajevo eftir stríðið - satt best að segja væri Ljubljana orðin meiri Sarajevo núna, gamli andinn með allra þjóða kvikindum í sátt og samlyndi væri nær honum hér heldur en í fortíðardraugnum sem hann kvað sína gömlu höfuðborg vera. Hann latti okkur samt ekki frá því að heimsækja borgina, okkar næsta áfrangastað. Það þurfa allir að sjá Sarajevo að minnsta kosti einu sinni - og kannski er hún nógu falleg fyrir ykkur þegar hún þarf ekki lengur að keppa við fortíðina."
--------
e.s. einhver sagði mér að stundum fengi maður komment á bloggið sitt. Ég hef ekki séð svoleiðis skelfilega lengi, hefur einhver hugmynd um hvernig þau líta út?
Ferðalög | 29.4.2008 | 17:58 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ferðalög | 29.4.2008 | 17:54 (breytt kl. 17:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalög | 25.4.2008 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalög | 25.4.2008 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju er hundur að baða sig í sólinni fallegur en maður að taka út úr hraðbanka kjánalegur?"* Þessi spurning Ethan Hawke laust niður í hausinn á mér fyrir tilviljun þegar Doddi gerði sig líklegan til þess að taka pening fyrir lestarmiðanum út úr hraðbanka. Og ég tók mynd. Hún var óþarflega skyggð, ég hafði ekki nógan tíma og við vorum í dimmum undirgöngum - og ég trúi ekki á uppstilltar myndir. En hann var ekki jafn kjánalegur og ætla mætti - líklega voru hraðbankar kjánalegri fyrir fimmtán árum, þegar þeir voru enn nýir. Nútíminn er óttalega kjánalegur, sérstaklega nýjasta tækni, hún nær ekki nostalgíu hins gamla, sannleika nútímans né draumsýn vísindaskáldskaparins. Hún er einfaldlega hálf hallærisleg. En síðan verður hún hversdagsleg - á meðan enn önnur tækni verður nostalgíunni að bráð, Donkey Kong maður - nördar að berjast um heimsmetið - já, nú finnst okkur það fallegt.
En Doddi er að fara, heim. Maður er orðinn brynjaður en þetta var fjandi langt, þessi bælda tilfinning, söknuður, gerir jafnvel vart við sig - nú þurfum við Ásgeir að fara að finna annað og nýtt fólk til þess að við gerum ekki hvorn annan brjálaðan.
*eftir minni úr Before Sunrise, kannski var það ekki hundurinn sem var fallegur, en hraðbankar gerðu a.m.k. engum greiða ...
Ferðalög | 25.4.2008 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fídel skiptir ekki máli, það er langt síðan hann hætti að skipta máli." Þær eru þrjár, kúbönsku systurnar sem sungu fyrir okkur á barnum í Prag og ég verð eftir um stund á meðan Ásgeir og Doddi fara á næsta bar. Þær segja mér að Castro sé grýla sem notuð sé fyrir vestrið, fyrir þau skipti hann, persónan, sáralitlu máli. Sumir kúbverjar halda vissulega að fall Castrós sé upphafið af endalokum kúbverska kommúnismans, þær telja þetta aðeins örlitla stefnubreytingu, ef það. En þær fóru ekki út af fátæktinni, ófrelsinu.
Nei, við fórum út af ævintýrunum. Hemmingway var alltaf á Kúbu, hann lifði fyrir ævintýrin og við drukkum þau í okkur, pabbi geymdi Hemingway-safnið og Steinbeck-safnið niðrí kjallara - það var hans Ameríka." Steinbeck skrifaði um fátæktina, harkið, þeim fannst hans Ameríka vera þeirra Kúba - og langaði ekki að skrifa þær sögur upp á nýtt. Þannig að við fórum út, við vildum finna okkar Kúbu." Og þær voru enn að leita, þessi Hemingwayska stúlknasveit sem var eins nálægt hafinu og hægt var að komast í þessu sjávarlausa landi í miðri Evrópu.
Ferðalög | 25.4.2008 | 15:14 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- arnljotur
- atlifannar
- arnim
- beggipopp
- begga
- birgitta
- birtab
- lubbiklettaskald
- davidlogi
- dofri
- austurlandaegill
- eirikurbergmann
- kamilla
- fararstjorinn
- freinarsson
- lillo
- ulfarsson
- gilsneggerz
- flog
- vglilja
- hlynurh
- don
- hoskuldur
- jennzla
- kolbrunhlin
- hrafnaspark
- leikfelagidsynir
- mariakr
- omarragnarsson
- paul
- ransu
- salmann
- nimbus
- stefanbogi
- stebbifr
- manzana
- vefritid
- ver-mordingjar
- eggmann
- vilborgo
- steinibriem
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar