Lífið fyrir blogg

Lífið fyrir þessa ferð var í Guatemala. Götubörn sem sultu sáru hungri, þökk sé minni eigin þjóð sem hefur alla ógæfu Suður- og Mið-Ameríku á samviskunni - og þótt það sé langt um liðið og þeirra ógæfa sé orðin okkar líka, spánverjar orðnir að indjánum og indjánar að spánverjum - og allt eru þetta nú orðnir gvatemalar, brasilíumenn og mexíkanar, perúbúar, argentínumenn og paragvæjar. En það minnsta sem mér fannst ég geta gefið til baka var smáaðstoð sem og vanmáttug tilraun til þess að upplifa og skilja þeirra veröld. Þannig að ég vann með Oxfam í eitt ár, eða fyrir Oxfam og með börnunum - og það er önnur og lengri saga sem ég kemst vonandi í að skrásetja almennilega síðar, en núna er rétt að einbeita sér að núinu - ná utan um þetta ferðalag. En ferðalög framkalla minningar, öll ferðalög enda í ranghölum fortíðarinnar - þangað til að þú kemst loksins að því að veröld þín er löngu horfin og þú þarft að byggja nýja frá grunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband