Til gamla heimsins

En sumsé, jafn frábærlega gefandi og yndislegt það getur verið að vinna með þessum frábæru, drullugu og lífsglöðu gvatemölsku krökkum þá er það nú líka fjandi erfitt, þegar eymdin snýr á þig þá tekur hún ávallt örlítin bút af sálinni í kaupbæti, þetta er eilífðarpóker - en á meðan við leggjum aðeins sálina undir þá þurfa þau að leggja lífið undir líka. En aftur sumsé, ég þurfti í burt. Ég þurfti til gömlu álfunnar, ég þurfti að fara áður en ég færi sjálfur að leggja lífið undir. Innst inni þá bærði lífhræddi lúxusglaði Vesturlandabúinn á sér. Ég var samt ekki alveg tilbúinn til þess að láta það eftir honum að leggjast í daglaunavinnu heima í Andalúsíu, ég er of rótlaus til þess að bremsa svona snöggt - og því passaði það einhvern veginn fullkomlega þegar ég fékk tölvupóst frá Ásgeiri. Við kynntumst fyrst þegar hann var í tvo daga í Granada yfir jól, þetta voru aðeins fáeinir bjórar en við skiptumst á netföngum og það varð til þess að nú erum við lagðir af stað í ferðalag um Evrópu þvera og endilanga. Ég fæ að fljóta með, þannig að eftir flug frá Gvatemala til Bandaríkjanna þá finn ég mér flug til Íslands, til þess eins að taka þar flug með Ásgeiri og Dodda til London. Ég lofa að stoppa næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband