Kubrick, minning

Ég hitti Kubrick rétt áður en hann dó. Hann var á göngu í Lundúnum, ég sagðist vera blaðamaður og bað um viðtal. Hann sagðist ekki vilja veita viðtal en hann var til í spjall. Við röbbuðum langt inní nóttina um 2001 sem var að fara að koma, árið sem geimferðin varð að heljarför til Afganistan og Írak, árið sem öllu breytti einu sinni enn. Ekkert af þessu vissum við þó þá, Stanley var nokkuð bjartsýnn, hann sagðist geyma svartsýnina fyrir bíómyndirnar. Hann hlakkaði til framtíðarinnar sem hann aldrei fékk að sjá, aðeins yrkja bíómyndir um. Hann var farinn að láta sig dreyma um að gera AI og trúði mér fyrir því að það væri búið að finna upp gervigreind fyrir langa löngu, enda þyrfti engar vélar til - bara vel þjálfaða pólitíkusa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband