Shakespeare og kisi

Við förum líklega ekki til Parísar í þessari ferð. Þannig að best að rifja upp gömul ævitýri í staðinn. Stúlkan í Eiffel-turninum sem hallaði sér fram af handriðinu, leit í augun á mér og kenndi mér svo allt sem ég þurfti að vita um Frakkland. Kötturinn á Shakespeare & co. sem vakti mig á hverjum morgni, sníkti mjólk og kúrði svo hjá mér á meðan við lásum í tvo klukkutíma áður en bókabúðin opnaði og ég var til skiptis fenginn í vinnu eða sendur út að kynnast borginni. Ég gekk til Monu Lisu og hún náði ekki sambandi við mig en ég hélt áfram að ganga og Louvre-safnið sýndi mér allar sýnar gersemar, ég gekk þar um í marga daga og sá varla nokkurn tímann sömu verkin tvisvar. Ég hugsaði um öll þessi stórkostlegu listaverk sem týnast í innstu skúmaskotum safna, öllum stórkostlegu bókunum sem safna ryki á lagernum sem viðskiptavinirnir aldrei sjá þangað til þeim er að lokum fargað, öllum stórkostlegu lífunum sem engin man eftir lengur. Stundum er þessi veröld svo alltof, alltof stór. Stundum bölvar maður henni fyrir einmitt það, hversu ómögulegt er að ná utan um hana, hversu ómögulegt er að verða eitthvað meira en eitt ræfils smálbóm, hversu miklu sem maður afrekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband